Jóhannes Stefánsson

Ég hef fjölbreytta reynslu af lögfræði, stefnumótun og ráðgjöf, bæði hjá hinu opinbera og einkageiranum.

Í námi mínu við lagadeild Háskólans í Reykjavík lagði ég áherslu á félagarétt, samningarétt og viðskiptalög og lauk meistaranámi með fyrstu einkunn. Ég stundaði jafnframt nám við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn og hef aflað mér sérþekkingar á orkumálum með námi við Delft University of Technology.

Á starfsferli mínum hef ég sinnt fjölbreyttum verkefnum sem lögmaður, ráðgjafi og stjórnandi. Ég hef starfað sem framkvæmdastjóri Lindarvatns og gengið í gegnum flókið og umfangsmikið uppbyggingarverkefni Landssímareitnum, sem aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, aðstoðaryfirlögfræðingur hjá Icelandair Group og einnig sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.

Þá hef ég gegnt trúnaðarstörfum fyrir ríki og sveitarfélög, meðal annars sem varaþingmaður, varaformaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna og sem nefndarmaður við endurskoðun á ýmsum lagabálkum.

Undanfarin ár hef ég starfað sem lögmaður og rekstrarráðgjafi með áherslu á lögfræði, stefnumótun og upplýsingaöryggi, meðal annars sem öryggisstjóri og yfirlögfræðingur hjá Wise lausnum.

Ég legg áherslu á lausnamiðaða nálgun og góð samskipti svo skjólstæðingar mínir hljóti faglega og vandaða þjónustu.

Contact us

Interested in working together? Fill out some info and we will be in touch shortly. We can’t wait to hear from you!